Plastlaus september

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Fræðsla
Velkomin

Plastlaus september | Fyrirlestur í Grófinni

Mánudagur 30. september 2019

Nú er september að ljúka og af því tilefni mun Plastlaus september bjóða upp á ókeypis fyrirlestur í Borgarbókasafninu þar sem fjallað verður um plast og hvað er hægt að nota í staðinn fyrir plast.

Þórdís V. Þórhallsdóttir, kennari og viðskiptafræðingur mun halda fyrirlesturinn og tilheyrir hún einnig hópnum sem stendur á bak við Plastlausan september. Í lok fyrirlestrar er gert ráð fyrir spurningum og umræðu.

Þetta er frábær vettvangur til að fá innblástur hvernig er hægt að halda áfram á sömu braut og jafnvel setja sér ný markmið í átt að minni plastnotkun.

Fyrirlesturinn er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir!

Viðburðurinn á Facebook