Aquaparque
RIFF um alla borg

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla
Sýningar
Velkomin

RIFF um alla borg | Stuttmyndir í Gerðubergi

Miðvikudagur 25. september 2019

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur yfir dagana 26. september - 6. nóvember 2019. Við hjá Borgarbókasafninu tökum þátt í liðnum RIFF um alla borg og sýnum stuttmyndaröðina Í STUTTU MÁLI!.

Í STUTTU MÁLI! er kvikmyndaferðalag evrópsku kvikmyndaakademíunnar sem færir áhorfendum í Evrópu og víðar tilnefndar stuttmyndir. Myndirnar sem voru tilnefndar 2018 af fimmtán (stutt)myndahátíðum gefa marglaga yfirlit yfir kvikmyndagerð ungs fólks í dag. Meðlimir evrópsku kvikmyndaakademíunnar – yfir 3.500 manns úr evrópska kvikmyndaiðnaðinum – völdu verðlaunamyndina, The Year (Árið), við 31. evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðina í Seville þann 15. desember síðastliðinn. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða af hent í Hörpu í desember 2020!


Stuttmyndaröðin er sýnd í eftirfarandi menningarhúsum Borgarbókasafnsins:

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðvikudaginn 25. september kl. 13:00-15:00
Helgina 28-29. september frá kl. 15:00-17:00
Hver sýning er 92 mínútur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 25. september kl. 16:00-20:00 í BERG salnum
Hver sýning er 92 mínútur


Nánar um stuttmyndirnar:
 

AQUAPARQUE / VATNAGARÐUR
ANA MOREIRA POR / 17 min
Í yfirgefnum vatnagarði eru stelpa og strákur í felum frá umheiminum. Innan um veggjakrot í rústum sundlauga og rennibrauta finna þau athvarf til að syrgja brostnar vonir og þrár.

KONTENER / GÁMURINN
SEBASTIAN LANG ÞÝS / 30 min
Maryna og Tava skipta með sér vöktum á kúabúi í Austur-.ýskalandi. Þær hunsa hvor aðra en eina nóttina vaknar Maryna í gámnum sínum og eitthvað dularfullt hefur átt sér stað, við hlið hennar liggur Tava.

THE ESCAPE / FLÓTTINN
LAËTITIA MARTINONI FRA / 10 min
Alice syngur, málar sig og lyftir sér upp. Hún er hamingjusöm. Samt er hún á spítalanum, nýkomin úr skurðaðgerð.

THOSE WHO DESIRE / ÞEIR SEM ÞRÁ / LOS QUE DESEAN
ELENA LÓPEZ RIERA CHE SPÁ / 24 min
Á suðurhluta Spánar sjáum við litskrúðugan vængjaþyt skærmálaðra karldúfna í harðri keppni um athygli kvenfugls.

I SIGNED THE PETITION / ÉG SKRIFAÐI UNDIR
MAHDI FLEIFEL ENG, ÞÝS, TÉK / 11 min
Um leið og palestínskur maður er búinn að skrifa undir áskorun á netinu hellist yfir hann ótti og efasemdir.
 

In English on Facebook
 

Merki