Hendi að nota ipad

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Tæknikaffi | Rafbókasafnskynning

Fimmtudagur 2. maí 2019

Vissir þú að notendur Borgarbókasafnsins fá ókeypis aðgang að Rafbókasafninu? Jú, þú kannski vissir það en hefur enn ekki lagt í að læra á þetta apparat? Þá er þetta fullkominn viðburður fyrir þig! Starfsfólk bókasafnsins verður með einfalda og aðgengilega kennslu sem hentar vel þeim sem vilja fræðast meira um Rafbókasafnið og önnur tæknimálgu og afslöppuðu umhverfi.

Áhugasömum er bent á að hægt er að lesa nánar um Rafbókasafnið hér.

Tæknikaffið verður á fyrstu hæð í Borgarbókasafninu Grófinni, alla fimmtudaga. Í Borgarbókasafninu hefur almenningur í mörg ár haft aðgang að netinu og hafa starfsmenn aðstoðað við ýmislegt því tengdu þegar eftir því hefur verið leitað. 

Um Tæknikaffið

Tæknikaffið er ný þjónusta sem Borgarbókasafnið býður upp á alla fimmtudaga í Grófinni. Þar getur fólk fengið aðstoð við að nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma.

Aðra hverja viku bjóðum við síðan upp á fræðslu um ýmislegt skemmtilegt sem netið býður upp á. Þess á milli eru stundirnar opnar þar sem starfsmenn safnsins aðstoða við ýmis tæknimál. Ekki er boðið upp á sérfræðiaðstoð, en starfsmenn eru vanir tölvuvinnu og gera sitt besta til að finna lausnir og veita aðstoð.

Best er að fólk hafi eigin tölvu eða snjallsíma meðferðis en það verða þó einhverjar tölvur til afnota svo og skanni og heyrnartól.

Info in English on Facebook.

Umsjónarmaður viðburðar:

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri
Sími: 411 6129
Tölvupóstfang: thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

Merki