Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Staður
Sólheimar 27
104 Reykjavík
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Lífsstílskaffi | Umhverfisvænni jól

Fimmtudagur 21. nóvember 2019

Við viljum öll leggja okkar af mörkum til umhverfisins en hvernig höldum við áfram með markmiðin okkar þegar það er ekki plastlaus september? Hvernig tæklum við jólin og desembermánuð?

Hildur Hreinsdóttir sjálfbærnifræðingur verður með fræðslu í Borgarbókasafninu Sólheimum þann 21. nóvember næstkomandi kl. 17:30. Þar mun hún fjalla um aðferðir til að halda umhverfisvænni jól, minnka plastið og almennt draga úr notkun á einnota hlutum.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar:

María Þórðardóttir
maria.thordardottir@reykjavik.is | s. 411 6160