Um þennan viðburð
Vísindakakó fyrir forvitna krakka
Vísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum.
Á vísindakakó gefst gestum tækifæri á að hitta aðila úr vísindasamfélaginu í óformlegu spjalli um þær vísindarannsóknir sem viðkomandi leggur stund á og ekki síst fá að spyrja ótal spurninga um allt það sem við kemur því að starfa við rannsóknir og vísindi.
Á þessu Vísindakakói mun dr. Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor við Deild fagreinakennslu Háskóla Íslands og líffræðingur, segja gestum frá sínum rannsóknum og vísindastörfum.
Gert er ráð fyrir að viðburðurinn sé um ein klukkustund og að sjálfsögðu verður boðið upp á kakó og kleinur á meðan birgðir endast.
Vakin er athygli á því að Vísindakakó verður haldin alls tíu sinnum í vetur á mismunandi bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin
Heildardagskrá fyrir Vísindakakó má sjá á heimasíðu Vísindavöku.
Nánari upplýsingar veitir:
Davíð Fjölnir Ármannsson, kynningarfulltrúi RANNÍS
david.f.armannsson@rannis.is | 515 5818