Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Útdráttur í lestrarátaki Ævars vísindamanns

Miðvikudagur 20. mars 2019

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðvikudaginn 20. mars, kl. 14.30-16.00

Borgarbókasafn býður til lokahófs á síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns.
Á undanförnum vikum og mánuðum hafa nemendur í grunnskólum landsins, auk foreldra þeirra, keppst við að lesa bækur og skila inn lestrarmiðum í skólabókasöfnin sín. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun tilkynna við hátíðlega athöfn hvaða skólar eiga nemendur í úrslitum lestrarátaksins. Nöfn fimm nemenda og eins foreldris verða svo dregin úr lestrarátakspottinum og þeir gerðir að persónum í æsispennandi ævintýrabók eftir Ævar Þór Benediktsson sem kemur út í maí. Þetta er í fimmta og síðasta skiptið sem lestrarátakið er haldið, en fyrri fjögur átökin gengu einstaklega vel og voru yfir 230 þúsund bækur samtals lesnar í þeim.
Viðburðinum verður sömuleiðis streymt í beinni á facebook-síðu Ævars vísindamanns, facebook.com/visindamadur.

Allar nánari upplýsingar um átakið má finna á www.visindamadur.com

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Borgarbókasafnið í Grófinni
Tryggvagata 15
101 Reykjavík
sími 411 6100