Ungbarnanudd í Sólheimum
Ungbarnanudd í Gerðubergi

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 11:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Ungbarnanudd - fjölskyldustundir

Miðvikudagur 22. maí 2019

Miðvikudaginn 22. maí mun Hafdís Ósk Jónsdóttir IAIM (International Association of Infant Massage) leiðbeinandi og heilsunuddari kynna ungbarnanudd í Gerðubergi. Ungbarnanudd er góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna auk þess sem það er nærandi leið til að tengjast barninu með virðingu og kærleik. Nuddið er hugsað fyrir börn eins árs og yngri og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að barnið gráti í tímanum, næri sig eða sofi­ af sér tímann.
 

For info in english see facebook event or give us a call.

Frekari uppýsingar veitir Halldóra B. Gunnlaugsdóttir
s: 411 3330
holt@rvkskolar.is