Týndu jólin | Barnaleikrit
Týndu jólin | Barnaleikrit

Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Týndu jólin | Barnaleikrit

Laugardagur 8. desember 2018

Jólaleikrit um Þorra og Þuru

Leikhópurinn Miðnætti sýnir jólaleikritið um Þorra og Þuru og Týndu jólin.
Sýningin hentar mjög vel breiðum aldurshóp og hefur ferðast víða um Ísland.
Sýningin er í 30 mínútur og efitr hana geta börnin komið og spjallað við álfana og tekið myndir með þeim.
​Tónlistin er frumsamin í bland við þekkt jólalög og leikin við lifandi gítarundirleik.

Þorri og Þura eru álfabörn og líka bestu vinir. Einn daginn komast þau að því að jólakötturinn hefur ákveðið að það verði engin jól haldin þetta árið. Álfabörnin þurfa að leysa ýmis verkefni og fá til þess hjálp ungra áhorfenda. Með einlægni, gleði og ávalt með vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að finna hinn sanna jólaanda og bjarga jólunum.

Heitt frítt kaffi í betri stofunni.
Enginn aðgangseyrir, engin skráning og allir velkomnir meðan að húsrúm leyfir.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netföng: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 4116230 og 411-6237