Blómstrandi hönnunarsmiðja

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 12:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Skráning og þátttaka
Börn

Sumarsmiðjur 9-12 ára | Blómstrandi hönnunarsmiðja

Þriðjudagur 11. júní 2019 - Föstudagur 14. júní 2019

Í þessari skapandi handverkssmiðju fá krakkarnir tækifæri til að efla umhverfisvitundina með að endurnýta gömul efni. Við munum umbylta efnum og skapa lifandi innsetningu saman úr gömlum sængurverum, fatnaði og öðrum efnum sem hafa tapað hlutverki sínu en fá nú nýtt. Við skoðum gróður og endursköpum hann í efnum. Kenndar verða ýmsar handverksaðferðir svo sem handsaumur, hekl og hnýtingar.

Kennari smiðjunar er Lilý Erla Adamsdóttir textílhönnuður og myndlistarmaður. Hún lauk meistaranámi í textíl í Svíþjóð árið 2017 og starfaði að því loknu sem stundarkennari við skólann. Á liðnum vetri hefur hún starfað sem textílkennari í Barnaskóla Reykjavíkur og um leið sinnt sinni sjálfstæðu listsköpun á Korpúlfsstöðum.

Skráning hér. 

Fleiri smiðjur verða í boði á öðrum söfnum Borgarbókasafnsins þessa daga, hér má sjá yfirlit yfir þær.

Nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is