Sögur-ritsmiðja
Sögur-ritsmiðja

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 16:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Ritsmiðja í Grófinni | FULLBÓKAÐ

Laugardagur 19. október 2019

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa smásögu undir leiðsögn Arndísar Þórarinsdóttur rithöfundar. Smiðjan er tvö skipti, 2 tímar í senn. Í lok námskeiðsins verða börnin hvött til að senda inn sína smásögu í samkeppni Sagna á vef KrakkaRÚV. Fimmtíu smásögur verða svo valdar af dómnefnd í rafbókina Risastórar smásögur sem Menntamálastofnun gefur út. Tveir höfundar fá verðlaun á verðlaunahátíð Sagna næsta vor. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. 

Arndís Þórarinsdóttir er höfundur Nærbuxnaverksmiðjunnar, Játninga mjólkurfernuskálds og fleiri barnabóka. Hún er þýðandi Hulduheima-bókaflokksins og er vön að kenna bæði börnum og fullorðnum sagnagerð. Arndís er bókmenntafræðingur með meistarapróf í ritlist. 


Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Sagna.

SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ
Fleiri spennandi smiðjur eru að finna hér.

Tímasetningar:
19. október og 2. nóvember
kl. 13:30-15:30

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 4116146

Merki