Þorri og Þura með tvo jólapakka

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 13:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Jólasýning með Þorra og Þuru

Sunnudagur 24. nóvember 2019

Verið velkomin á jólasýningu með Þorra og Þuru á Borgarbókasafnið í Árbæ. Þorri og Þura eru í óða önn að undirbúa jólin, þegar Þorri uppgötvar allt í einu að hann hefur týnt jólaskapinu sínu. Upp hefst mikil leit og með hjálp Þuru vinkonu sinnar og allra krakkanna finnur hann jólin aftur í hjartanu. Sýningin sem er stórskemmtileg og full af frumsömdum lögum tekur um 30 mínútur og hentar börnum frá 2ja ára aldri.

Álfarnir Þorri og Þura hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandssýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist.