
Um þennan viðburð
Hönnunarmars | Söngstund í Krílalaut með ÞYKJÓ
Tilraunastofa ímyndunaraflsins
Á HönnunarMars bjóða hönnunarteymið ÞYKJÓ og Borgarbókasafnið krílum á aldrinum 0-2 ára upp á Krílastund í Krílalaut, en Krílalautin verður sérstakt svæði fyrir þau allra yngstu á barnahæðinni í framtíðarbókasafninu við Tryggvagötu. Gítar og söngur í boði, alveg eins og í hefðbundinni Krílastund í Grófinni.
ÞYKJÓ verður með sýnishorn af hönnun barnasvæðisins, við leikum okkur í Krílalautinni og fáum að prófa ýmsar hugmyndir af hugmyndaborðinu.
Öll börn á aldrinum 0-2 ára ásamt forráðafólki eru velkomin. Viðburðurinn er ókeypis, engin skráning.
Eftirfarandi viðburður er einnig í boði á Tilraunastofu ímyndunaraflsins
5. apríl kl. 13:00-15:00: Skýjaborgir með ÞYKJÓ | Skapandi smiðja fyrir 5-10 ára
Nánar um Tilraunastofu ímyndunaraflsins á HönnunarMars
Vefsíða Hönnunarmars 2025.
Tilraunastofa ímyndunaraflsins er staðsett í Tryggvagötu 15, í húsnæðinu sem í augnablikinu stendur autt, en er tengt við Grófarhús. Þetta húsnæði verður hluti af nýju og umbreyttu bókasafni.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 411 6114