Hinsegin dagar | DragStund með Starínu á náttfötunum
Hvernig hljómar kvöldsund og kvöldsögustund á náttfötunum í kjölfarið?
Verið velkomin á litríka sögustund með Starínu í Úlfarsárdal þar sem hinseginleikinn er í forgrunni. Starína les fjölbreyttar og notalegar sögur sem minna okkur á að við getum látið alla drauma okkar rætast. Í þetta skipti ætlum við að blanda saman annarri hefð héðan af safninu og bjóða upp á Sögustund á náttfötunum í hinsegin þema . Er ekki upplagt að byrja kvöldið á sundferð í Dalslaug, fara svo beint í náttföt (litrík náttföt? Glimmerkósígalla?) og trítla yfir í sögustund á bókasafninu?
Eftir lesturinn geta börnin heilsað upp á Starínu og fengið mynd með henni.
Starína verður með þrjár sögustundir á Borgarbókasafninu á Hinsegin dögum:
Í Gerðubergi: Þriðjudaginn 2. ágúst, kl. 14:00-14:30
Í Úlfarsárdal: Föstudagskvöldið 5. ágúst, kl. 19:00-19:30 (Sögustund á náttfötunum)
Í Grófinni: Sunnudaginn 7. ágúst, kl. 15:00-15:30