Hinsegin dagar | Regnbogaráðstefna
Í fyrsta sinn verða allir fræðsluviðburðir Hinsegin daga teknir saman í eina heild og úr verður sérstök Regnbogaráðstefna Hinsegin daga. Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 3. ágúst og fimmtudaginn 4. ágúst í PRIDE CENTER, Geirsgötu 9, og á Borgarbókasafninu Grófinni.
Á dagskrá ráðstefnunnar er fjöldi áhugaverðra og fræðandi fyrirlestrar, erinda, pallborða og fleira um fjölbreytt málefni tengd hinsegin samfélaginu.
Allir dagskrárliðir ráðstefnunnar eru táknmálstúlkaðir.
Dagskráin á Borgarbókasafninu er eftirfarandi:
Miðvikudaginn 3. ágúst
12:00-12:30 – Setning Regnbogaráðstefnu
12:30-13:30 – Hinsegin 101: Fyrir hinsegin fólk
13:45-14:45 – Trans fólk og afreksíþróttir
15:00-16:00 – Hinsegin í heimabyggð
16:00-17:00 – Hinsegin í tölvuleikjum
Fimmtudaginn 4. ágúst
12:30-13:30 – Fjölástir og fjölbreytileikinn
13:45-14:45 – Hatrið sem þú hunsar er fordæmið sem þú setur! (Ofbeldisforvarnarskólinn)
15:00-16:00 – Hatur í heiminum (á ensku)
16:00-17:00 – Hvað felst í jafnrétti fyrir kvár?