Hinsegin dagar 2022 | Dagskrá Borgarbókasafnsins
Hinsegin dagar í Reykjavík verða haldnir 2. - 7. ágúst. Borgarbókasafnið tekur þátt með dagskrá fyrir konur, karla, kvár, stelpur, stráka og stálp á öllum aldri.
Að vanda verður Bókabíllinn Höfðingi sýnilegur og að þessu sinni verður hann staðsettur á Lækjartorgi, dagana 2. - 5. ágúst. Líkt og síðustu ár mun hinsegin bókakostur Borgarbókasafnsins prýða allar hillur bílsins, í tilefni Hinsegin daga. Höfðingi ekur síðan af stað og tekur þátt í Gleðigöngunni, sem boðberi fegurðar í frelsi, og hvetur öll til að velja sér fleiri sjónarhorn á náttborðið.
Höfðingi verður opinn milli 13-18, dagana 2.-5. ágúst, sem hluti af dagskrá Hinsegin daga á Borgarbókasafninu. Dagskráin er annars sem hér segir:
Þriðjudagurinn 2. ágúst
14:00 - 14:30 | Gerðuberg | DragStund Starínu
Miðvikudagurinn 3. ágúst
12:00 - 12:30 | Grófin | Setning Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga
12:00 - 17:00 | Grófin | Regnbogaráðstefna Hinsegin daga
16:30 - 17:30 | Bókabíllinn Höfðingi | Bannaðar bækur með Mars Proppé
Fimmtudagurinn 4. ágúst
12:00 - 17:00 | Grófin | Regnbogaráðstefna Hinsegin daga
20:00 - 21:30 | Grófin | Kvöldganga um sögusvið hinsegin bókmennta
Föstudagurinn 5. ágúst
19:00 - 19:30 | Úlfarsárdalur | DragStund Starínu á náttfötunum
Laugardagurinn 6. ágúst
GLEÐIGANGAN (kl. 14:00, frá Hallgrímskirkju)
Sunnudagurinn 7. ágúst
15:00 - 15:30 | Grófin | DragStund Starínu