Kvöldganga | Sögusvið hinsegin bókmennta
Ásta Kristín Benediktsdóttir, bókmenntafræðingur, leiðir göngugesti um miðborgina og býður þeim með sér í heimsókn á sögusvið hinsegin bókmennta frá ýmsum tímum.
Hvar varði drengurinn Máni Steinn, sem aldrei var til, dögum sínum? Vann hin tuttugu og eins árs gamla Milla kannski á Borgarbókasafninu? Hvers kyns ástarsorg hrakti hinn vestfirska Halldór Óskar Halldórsson, aftur heim til sín, eftir skamma Reykjavíkurdvöl?
Ásta Kristín er bæði fróð og forvitin um hinsegin bókmenntir og enginn ætti að vera svikinn af rabblabbi með henni og sögupersónunum um stræti Reykjavíkur, í regnbogaskapi á Hinsegin dögum.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram.
Þátttaka er ókeypis.
Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is