Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Hinsegin dagar | Bannaðar bækur í Höfðingja

Miðvikudagur 3. ágúst 2022

Á viðburðinum mun Mars Proppé skoða hvað það felur í sér að banna bók. Af hverju hafa samfélög í gegnum tíðina bannað bækur sem snúa að hinseginleika? Hvað er það sem ögrar frekar en annað? Sýna samfélögin sem banna bækurnar vald sitt með ritskoðuninni? Eða sýna þau kannski hið gagnstæða; að einfaldur texti á blaði sé ógn við hefðum þeirra og hugsjón?

Mars er róttækt ungt kvár sem hefur stundað ýmsar réttindabarátturnar seinstu árin. Hán er hinseginfræðari, bókaormur, eðlisfræðingur, aktívisti, baðunnandi og afbragðs bakari.

Bókabíllinn Höfðingi verður staðsettur á Lækjartorgi fullur af hinsegin bókakosti  dagana 2. - 5. ágúst, í tilefni Hinsegin daga.

Nánari upplýsingar veitir
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Viðburður á Facebook