Haustfrí Borgarbókasafnið Jazz fyrir börn. Leifur Gunnarsson
Haustfrí Borgarbókasafnið Jazz fyrir börn. Leifur Gunnarsson

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 12:15
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Haustfrí I Jazz er hrekkur í Spönginni I Tónleikadagskrá fyrir börn

Föstudagur 25. október 2019

JAZZ ER HREKKUR er tónleikadagskrá fyrir börn á aldrinu 5-9 ára þar sem reiddir verða fram jazztónar byggðir á helstu fyrirbærum tengdum Hrekkjavöku. Það verða þau Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir og Leifur Gunnarsson sem fræða börnin um jazztónlist en gæta þess þó að hræða þau ekki of mikið. 

Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook

Tónleikarnir eru einnig fimmtudaginn 25. október í Gerðubergi kl. 10.30 og í Árbæ 14.00 og föstudaginn 25. október í Kringlunni kl. 14.00

Fleira verður í boði í vetrarfríi grunnskólanna að hausti 24.-28. október á Borgarbókasafninu í Spöng þegar að hrekkjavakan yfirtekur safnið.

Fimmtudaginn 24. okt. kl. 11:00-11:15 verður draugasögustund inni í listasalnum á 1. hæð.

Laugardaginn 26. okt. kl. 13:00-15:00 verður smiðja við að mála ætar sætar höfuðkúpur að sið Mexíkóbúa í unglingadeildinni á 1. hæð.

Mánudaginn 28. okt. kl. 10:00-15:00 verður hrekkjavökuperl þar sem hægt verður að perla ýmsan hrylling í unglingadeildinni á 1. hæð.

Allan tíman verður Harry Potter ratleikur í gangi, auk getraunar, það verður hægt að lita og teikna skelfilegar myndir, klæða sig í grímubúninga, föndra leðurblökur og svo verður - eins og alltaf - hægt að spila, leika og lesa.

Nánari upplýsingar:

Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is 
411 6114 / 8681851

Merki