Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
-
Börn
Markaður

Dót í skóinn | Hjálparhellur jólasveinanna

Mánudagur 1. desember 2025 - Þriðjudagur 23. desember 2025

Frá og með 1. desember verður í boði að koma með leikföng, bækur og fleira og skilja eftir á hjálparhelluborðinu okkar á Borgarbókasafninu Kringlunni og Fríðbúðinni Gerðubergi. 

Tilvalin samverustund foreldra og barna að fara saman í gegnum heilleg leikföng og ákveða hvað má gefa jólasveininum, til að gefa öðrum börnum. Þannig græða öll; börnin sem gefa dótið sitt læra um hringrásarhagkerfið og umhverfisvernd, jólasveinarnir fá gefins dót til að gefa áfram og minna rusl endar í náttúrunni. 

Jólasveinunum er síðan velkomið að laumast og taka sér það sem þeir halda að muni nýtast vel í skóinn.
 

Á Borgarbókasafninu Kringlunni verður hjálparhelluborðið staðsett við afgreiðsluborðið. 

 

Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis. Þangað getur þú komið þegar þig vantar eitthvað eða þegar þú vilt gefa frá þér hluti sem þú þarft ekki lengur. Í desember verður tekið frá sérstakt svæði þar sem hægt er að koma með lítil leikföng sem væru tilvalin fyrir jólasveina að gefa í skóinn: púsl, pez kalla, litla bíla, bangsa, skraut til að hengja á jólatréð eða annað. Fríbúðin er staðsett á efri hæðinni í Gerðubergi. 

Fríbúðin á instagram: @fribudin_gerdubergi

 

 

Nokkrar fleiri umhverfisvænar tillögur að skógjöfum fyrir bræðurna þrettán: 
- Piparkökuhús til að setja saman og skreyta
- Vasaljós til að fara með í ævintýralega kvöldgöngu
- Fræ eða rúsínur til að gefa fuglunum
- Persónulegt bókamerki frá uppáhalds jólasveininum
- Gjafabréf fyrir kakóbolla á kaffihúsi
- Bókasafnskort (ókeypis fyrir börn)
- jólabækur af bókasafninu með bréfi frá jólasveininum um aðstoð frá barninu við að skila þeim aftur 

 

 

Nánari upplýsingar veita:
Rut Ragnarsdóttir, deildarstjóri í Kringlunni 
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6200

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur í Gerðubergi
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411 6170