
Um þennan viðburð
Bambaló tónlistarstund | Vika 17
Yndisleg samveru- og tónlistarstund fyrir þau yngstu og foreldra þeirra í umsjón Sigrúnar Harðardóttur, fiðluleikara og tónlistarkennara.
Í Bambaló lærum við skemmtileg lög, leiki og æfingar sem efla málþroska, hreyfigetu, taktskyn og tóneyra.
Bambaló er ekki síður frábær vettvangur fyrir foreldra til að kynnast öðrum foreldrum ungra barna.
20 pláss í boði svo að skráning er nauðsynleg. Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 18. mars neðar á þessari síðu.
Hvað er Vika 17?
Vika 17 er alþjóðlegt átak bókasafna sem vekur athygli á 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið hófst í Danmörku árið 2024 og byggir á samstarfi bókasafna, einstaklinga og grasrótarsamtaka um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
Á bókasafninu býðst fjölbreytt dagskrá með skapandi verkefnum sem styðja sjálfbæran lífsstíl.
Komdu og taktu þátt – saman sköpum við betri framtíð!
Hvernig tengist Bambaló tónlistarstund heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Tónlist eflir þroska barna og styrkir tengsl í samfélaginu.
Markmið 3: Heilsa og vellíðan – Tónlist hefur jákvæð áhrif á þroska, tilfinningalegt jafnvægi og vellíðan barna.
Markmið 4: Menntun fyrir alla – Söngur og tónlist styrkja málþroska, samskipti og félagsfærni.
Markmið 10: Minni ójöfnuður – Öll ættu að hafa aðgang að menningu og listum frá unga aldri, óháð bakgrunni eða aðstæðum.
Markmið 16: Friður og réttlæti – Söngur og tónlist skapa traust og tengsl milli foreldra og barna og stuðla að friðsælli og kærleiksríkari samfélögum.
Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má lesa hér www.heimsmarkmidin.is
Vika 17 á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal:
Þriðjudagur 22. apríl
kl. 10:30-11:30 | Bambaló tónlistarstund fyrir þau yngstu (skráning nauðsynleg)
Miðvikudagur 23. apríl
kl. 15:00-17:00 | Veifugerð úr gömlum bókum
kl. 17:30-18:30 | Kaffiskrúbbsgerð (skráning nauðsynleg)
Allan daginn | Plokkbingó fer af stað – Plokkmeistari dreginn út þriðjudaginn 29. apríl.
Föstudagur 25. apríl
15:00-18:00 | Spila- og púslskiptimarkaður
Umhverfisvænn ferðamáti til okkar
Við hvetjum ykkur til þess að mæta með umhverfisvænum hætti á bókasafnið, gangandi, hjólandi eða með strætó en strætisvagn 18 stoppar beint fyrir utan hjá okkur að Úlfarsbraut, sjá hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is