
Um þennan viðburð
Spila- og púslskiptimarkaður | Vika 17
Það er fátt skemmtilegra en að spila með fjölskyldu og vinum – eða týna sér í púsluspili í rólegheitum. Í tilefni Viku 17 bjóðum við upp á Spila- og púslskiptimarkað á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal föstudaginn 25. apríl kl. 15–18.
Komdu með notuð borðspil og púsl sem þú notar ekki lengur og finndu eitthvað nýtt og spennandi í staðinn! Athugið að ekki er nauðsynlegt að koma með spil til að fá spil. Þetta er frábær leið til að gefa gömlum spilum nýtt líf.
Öll eru velkomin, og engin skráning er nauðsynleg!
Hvað er Vika 17?
Vika 17 er alþjóðlegt átak bókasafna sem vekur athygli á 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið hófst í Danmörku árið 2024 og byggir á samstarfi bókasafna, einstaklinga og grasrótarsamtaka um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
Á bókasafninu býðst fjölbreytt dagskrá með skapandi verkefnum sem styðja sjálfbæran lífsstíl.
Komdu og taktu þátt – saman sköpum við betri framtíð!
Hvernig tengist Spila- og púslskiptimarkaður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Með því að stuðla að sjálfbærni, samfélagsþátttöku og ábyrgri neyslu. Hér eru helstu tengingarnar:
Markmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla – Endurnýting leikja dregur úr sóun og neyslu.
Markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum – Minni framleiðsla þýðir minna kolefnisspor.
Markmið 11: Sjálfbær samfélög – Skiptimarkaður eflir samkennd og sjálfbærni.
Markmið 17: Samstarf um markmiðin – Samfélagið sameinast í umhverfisvænum lausnum.
Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má lesa hér www.heimsmarkmidin.is
Vika 17 á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal:
Þriðjudagur 22. apríl
kl. 10:30-11:30 | Bambaló tónlistarstund fyrir þau yngstu (skráning nauðsynleg)
Miðvikudagur 23. apríl
kl. 15:00-17:00 | Veifugerð úr gömlum bókum
kl. 17:30-18:30 | Kaffiskrúbbsgerð (skráning nauðsynleg)
Allan daginn | Plokkbingó fer af stað – Plokkmeistari dreginn út þriðjudaginn 29. apríl.
Föstudagur 25. apríl
15:00-18:00 | Spila- og púslskiptimarkaður
Umhverfisvænn ferðamáti til okkar
Við hvetjum ykkur til þess að mæta með umhverfisvænum hætti á bókasafnið, gangandi, hjólandi eða með strætó en strætisvagn 18 stoppar beint fyrir utan hjá okkur að Úlfarsbraut, sjá hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is