Glerkrukka full af heimagerðum kaffiskrúbbi á hvítu tréborði, skeið full af kaffiskrúbbi
Mynd/Canva

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Aldur
12 ára og eldri, yngri í fylgd fullorðinna
Tungumál
Íslenska og enska
Fræðsla
Föndur

Kaffiskrúbbsgerð | Vika 17

Miðvikudagur 23. apríl 2025

Fyrir mörg er kaffi ómissandi hluti af deginum – en hvað gerist eftir að bollinn er tæmdur? Þegar kaffið hefur verið bruggað verður eftir næringarríkur kaffikorgur sem oftast endar í lífræna ruslinu. En hann getur átt sér nýtt líf!

Við ætlum að safna kaffikorgi á kaffistofunni í nokkra daga og búa til ilmandi og nærandi kaffiskrúbb. Skrúbburinn endurnærir húðina, eykur blóðflæði og veitir vellíðan – fullkomin leið til að nýta hráefni sem annars færi til spillis.

Skráning er nauðsynleg og fer fram hér neðar á síðunni.

Við hvetjum þátttakendur til að koma með notaða krukku til að geyma skrúbbinn.

Önnur hráefni verða á staðnum.

Viðburður á Facebook.

 

Hvað er Vika 17?

Vika 17 er alþjóðlegt átak bókasafna sem vekur athygli á 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið hófst í Danmörku árið 2024 og byggir á samstarfi bókasafna, einstaklinga og grasrótarsamtaka um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Á bókasafninu býðst fjölbreytt dagskrá með skapandi verkefnum sem styðja sjálfbæran lífsstíl.
Komdu og taktu þátt – saman sköpum við betri framtíð!

 

Hvernig tengist kaffiskrúbbsgerð heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?

Með því að stuðla að betri nýtingu auðlinda, minnka matarsóun og hvetja til umhverfisvænna lífsvenja.

Markmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla – Drögum úr sóun með endurnýtingu.

Markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum – Minni sóun þýðir minni umhverfisáhrif.

Markmið 3: Heilsa og vellíðan – Kaffiskrúbbur er náttúruleg húðvara sem stuðlar að vellíðan og húðheilbrigði án þess að nota óæskileg aukaefni.

Markmið 17: Samstarf um markmiðin – Hvetur til samfélagslegra lausna og samvinnu við að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt.

Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má lesa hér: www.heimsmarkmidin.is

 

Vika 17 á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal:

Þriðjudagur 22. apríl

kl. 10:30-11:30  |  Bambaló tónlistarstund fyrir þau yngstu (skráning nauðsynleg)

 

Miðvikudagur 23. apríl

kl. 15:00-17:00  |  Veifugerð gömlum bókum

kl. 17:30-18:30  |  Kaffiskrúbbsgerð (skráning nauðsynleg)

Allan daginn  |  Plokkbingó fer af stað – Plokkmeistari dreginn út þriðjudaginn 29. apríl.

 

Föstudagur 25. apríl

15:00-18:00  |  Spila- og púslskiptimarkaður

 

Umhverfisvænn ferðamáti til okkar

Við hvetjum ykkur til þess að mæta með umhverfisvænum hætti á bókasafnið, gangandi, hjólandi eða með strætó en strætisvagn 18 stoppar beint fyrir utan hjá okkur að Úlfarsbraut, sjá hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir

stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is