Strákur föndrar

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Velkomin

Föndur á mánudögum

Mánudagur 8. júlí 2019

Námskeið á vegum Reykjavik Craft Kids fyrir krakka á aldrinum 1-12 ára og foreldra þeirra. Setjist niður, slakið og á og njótið þess að föndra með börnunum í góðum félagsskap. Þegar veður leyfir er föndrað úti.

Vertu með okkur að mála, föndra og leika, búa til pinyata, skjaldbökur og margt fleira. Áhersla er lögð á jákvætt umhverfi, þar sem allir fá að njóta sín. Við vinnum mikið með endurvinnanlegan efnivið sem fellur til við heimilishald í hverju verkefni.

Takmarkað pláss! Skráning hér: 
1. júlí - https://forms.gle/2voue1yhKWMZk1vo8
8. júlí - https://forms.gle/rAvEQXQg1T3eRZpy8
15. júlí - https://forms.gle/vmes9QfTJTcp48F98
22. júlí - https://forms.gle/iyjS7vrA1Eupp3oU8
29. júlí - https://forms.gle/3SnWw64xWqpjNjNf9
5. ágúst - https://forms.gle/EcpGjq7EcgamfdGj6
12. ágúst - https://forms.gle/ZNjB33EqX2HioSVJA

Um Reykjavik Craft Kids:
Reykjavik Craft Kids er non-profit félagasamtök. Við vinnum með áhugasömum sjálfboðaliðum sem elska að föndra! Sjálfboðaliðarnir munu hjálpa þér að blómstra og aðstoða þig með bros á vör við hvert verkefni.

Hlökkum til að sjá þig.

Fyrir frekari upplýsingar:
ghviking@simnet.is
8964661

Athugið:

  • Gott er að taka með föt sem meiga verða skítug.
  • Munið að taka með BROSIÐ með ykkur og smitaðu sem flesta með því.
  • Vatnsflöskur og hnetulaust snakk eða léttan hádegismat.
  • Í hverri viku biðjum við þig að safna saman umbúðum og nytsamlegum hlutum að heiman.
  • Vertu með opinn huga og leyfðu hugmyndafluginu að blómstra.
  • Börn á aldrinum 0-12 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Info in English and Polish on Facebook.

Merki