
Fjölskyldustundir Kringlan
Um þennan viðburð
Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Börn
Spjall og umræður
Fjölskyldustund í Kringlunni
Föstudagur 22. febrúar 2019
Við tökum vel á móti fjölskyldum með börn á öllum aldri. Við bjóðum upp á fjölskyldustundir þar sem við leggjum áherslu á notalega samveru, leik, lestur og spjall. Öðru hverju er boðið upp á skipulagða fræðslu sem tengist uppeldi og umönnun ungbarna. Þar skapast gott tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum og skiptast á sögum um lífið og tilveruna. Mikið er til af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum sem tengjast uppeldi og umönnun ungbarna sem hægt er að grípa með sér í leiðinni.
Og svo er auðvitað alltaf heitt á könnunni!
Smellið hér til að sjá yfirlit yfir fjölskyldustundir í menningarhúsum Borgarbókasafnsins...
Umsjónarmaður fjölskyldustunda í Kringlunni er:
Rut Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6200