Drengur í hljóðlátu diskói á bókasafni

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 20:00
Verð
Frítt
Börn
Bókmenntir
Spjall og umræður

Menningarnótt | Heilsulind hugans

Laugardagur 24. ágúst 2019

Bókasafnið, heilsulind hugans“, verður yfirskrift dagskrár menningarnætur Borgarbókasafnsins í ár. Í Grófinni ætlum við að bjóða upp á ljúfa og nærandi dagskrá þar sem gestir geta komið og slakað á í amstri dagsins.  Info in English on Facebook.

13:30-15:30 Ellý Ármanns spáir fyrir gesti
Spá- og listakonan Ellý Ármanns spáir fyrir gestum með tarotlestri. Um er að ræða framtíðarspár þar sem Ellý notast við tarotspilin sín sem hún hefur notað síðan hún var unglingur. 

15:00-16:00 Fjölskyldujóga
Gróa Másdóttir jógakennari býður fjölskyldum að koma í jóga saman og verður með alls kyns skemmtilegar jógaæfingar, öndun, leiki og slökun. Gróa Másdóttir jógakennari, markþjálfi og leiðsögumaður hefur kennt jóga frá árinu 2005.

16:00-17:00 Taichi

17:00-18:00 Gong 

18:00-19:00 Sögustund

18:00-20:00 Hljóðlátt diskó

Á safninu verður einnig hægt að róa hugann með því að lita fallegar mandölur, finna sér góða bók á notalegum stað og slaka á.

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olof.olafsdottir@reykjavik.is