Drengur í hljóðlátu diskói á bókasafni

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 20:00
Verð
Frítt
Börn
Bókmenntir
Spjall og umræður

Menningarnótt | Heilsulind hugans

Laugardagur 24. ágúst 2019

Bókasafnið, heilsulind hugans er yfirskrift dagskrár menningarnætur Borgarbókasafnsins í ár. Í Grófinni ætlum við að bjóða upp á ljúfa og nærandi dagskrá þar sem gestir geta komið og slakað á í amstri dagsins.  
Info in English on Facebook.

13:30-15:30 Ellý Ármanns spáir fyrir gestum
Spá- og listakonan Ellý Ármanns spáir fyrir gestum með tarotlestri. Um er að ræða framtíðarspár þar sem Ellý notast við tarotspilin sín sem hún hefur notað síðan hún var unglingur. 

13:00-20:00 Upplestrarmaraþon á ljóðum Huldu
Myndbandsverk af upplestri ljóða eftir Huldu skáldkonu (1881-1946). Gjörningurinn var fluttur þann 27 júlí 2019 á Bókasafni Húsavíkur af Hörpu Dís Hákonardóttur og Hjördísi Grétu Guðmundsdóttur.

15:00-16:00 Fjölskyldujóga
Gróa Másdóttir jógakennari býður fjölskyldum að koma í jóga saman og verður með alls kyns skemmtilegar jógaæfingar, öndun, leiki og slökun. Gróa Másdóttir jógakennari, markþjálfi og leiðsögumaður hefur kennt jóga frá árinu 2005.

16:00-17:00 Qi gong
Viðar H Eiríksson kynnir qi gong og leiðir nokkrar einfaldar æfingar. Qi gong er talið hafa verið iðkað í Kína í meira en 5000 ár. Æfingarnar hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Þær miða að öguðum líkamsburði, öndun og einbeitingu.  Viðar er meðlimur í Aflinum, félagi áhugafólks um qi gong á Íslandi.

18:00-19:00 Sögustund
Sigrún barnabókavörður býður upp á notalega sögustund. Sigrún er sú sem heldur hinar sívinsælu sögustundir í Sólheimum - sögustund á náttfötunum. Það verður því ljúft að kíkja til Sigrúnar eftir annasaman dag og hlusta á skemmilega sögu.

18:00-20:00 Hljóðlátt diskó
Hljóðlátt diskó er nýstárleg leið til að upplifa tónlist saman. Allir fá þráðlaus heyrnartól og geta flakkað á milli rása og valið tónlist að sínu skapi. Plötusnúðarnir keppast svo við að fá sem flesta í partýið á sinni rás. Það verður líf og fjör í þögninni á bókasafninu.

Á safninu verður einnig hægt að róa hugann með því að lita fallegar mandölur, finna sér góða bók á notalegum stað og slaka á.

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olof.olafsdottir@reykjavik.is