Þýska myndlistarkonan Moki sýnir verk í Gerðubergi

Um þennan viðburð

Tími
9:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir
Sýningar

Sýning | Mýrlendi

Laugardagur 7. nóvember 2020 - Laugardagur 5. desember 2020

Velkomin á myndlistarsýninguna Mýrlendi á Borgarbókasafninu í Gerðubergi, sem stendur yfir 7. nóvember – 5. desember, inni á safninu.

Á sýningunni sýnir þýska myndlistarkonan Moki verk sín; teikningar, skúlptúra og textílverk, sem byggja á myndasögu hennar (e. graphic novel), Sumpfland (Fenjasvæði), sem kom út í fyrra.

Í bókinni sameinar Moki stutta þætti í flókna frásögn um líf og dauða, um menntun, samfélag og hina stanslausu leit að merkingu. Hún tekur lesandann með í ferðalag um heillandi heim þar sem menn, dýr, plöntur og furðuverur lifa saman og þurfa, hver á sinn hátt, að horfast í augu við stórfelldan skaða á umhverfi sínu. Hið kunnuglega er framandgert frá sjónarhorni hins ímyndaða heims svo lesandinn fær tækifæri til að hugsa allt upp á nýtt.

Á sýningunni Mýrlendi vakna persónur úr bókinni til lífs og áhorfandinn fær að upplifa framandi landslag hins ímyndaða heims.

Sýningin er opin á opnunartímum safnsins.

Sjá viðburð á Facebook.

Heimasíða Moki: mioke.de

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni