Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir

Á slóðum Halldórs Laxness í Reykjavík

Fimmtudagur 20. júní 2019

Gengið verður um slóðir Halldórs Laxness í Reykjavík. Lögð verður sérstök áhersla á fyrstu útgefnu skáldsögu Halldórs, Barn náttúrunnar, en 100 ár eru liðin frá útgáfu hennar um þessar mundir. Velt verður verður vöngum yfir því hvers vegna barnungur piltur var tilbúinn til að leggja allt í sölurnar til þess að verða rithöfundur og hvort finna megi einhverja vísa í Barni nátttúrunnar sem áttu eftir að blómstra í seinni verkum skáldsins.

Dregin verður upp mynd af því menningarumhverfi sem skáldsagan sprettur úr; gengið verður niður á Reykjavíkurhöfn þaðan sem fyrstu skip Eimskipafélags Íslands hófu reglulegar siglingar á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar, einnig verður Gamla bíó heimsótt og fjallað um

Haukur Ingvarsson, skáld og bókmenntafræðingur, verður með leiðsögn um slóðir Halldórs Laxness í Reykjavík. Erindið ber yfirskriftina "Barn náttúrunnar og borgarbarnið" og verður lagt af stað úr Grófinni.

Gangan hefst kl. 20. Allir velkomnir og ókeypis þátttaka.

 

Dagskrá Kvöldgangna 2019

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jón P. Ásgeirsson
jon.pall.asgeirsson@reykjavik.is