Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir

Á slóðum Gvendar Jóns

Fimmtudagur 25. júlí 2019

Hendrik Ottósson útvarpsmaður og rithöfundur er í dag einkum kunnur fyrir bækur sínar um Gvend Jóns og félaga hans. Þar er endurminningum og skáldskap er fléttað saman á lipran og ævintýralegan hátt og Vesturbænum í upphafi tuttugustu aldar reistur merkur minnisvarði. Bækurnar fjórar um Gvend Jóns komu út á árunum í kringum 1950 og teljast til öndvegisverka barna- og unglingabókmennta á íslensku.

 

Í göngunni verður svipast um eftir sögusviðum nokkurra sagnanna og meðal annars staldrað við á Vesturgötunni, við Tjörnina og að sjálfsögðu við höfnina, þar miðja heimsins var hjá Hensa, Gvendi og félögum þeirra. Við veltum fyrir okkur heimsmynd, uppátækjum og viðhorfum drengjanna, um leið og við dáumst að færni þeirra í glímunni við náttúruöflin og yfirvöldin sem sífellt má eiga von á að setji þeim stóla fyrir dyrnar.

 

Dagskrá Kvöldgangna 2019

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jón P. Ásgeirsson

jon.pall.asgeirsson@gmail.com