Queer Situations - fræðadagskrá

Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

Queer Situations | Fræðadagskrá

Föstudagur 23. ágúst 2024

Í aðdraganda alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar Queer Situations verður boðið upp á „off venue“ fræðadagskrá með þremur áhugaverðum erindum. Áheyrendum verður boðið upp á hádegishressingu. Við hvetjum gesti til að taka með sér sundfötin og gönguskóna því tilvalið er að skella sér í heita pottinn í Dalslaug eða göngutúr um Úlfarsárdalinn og halda þar samtalinu áfram.
 

Unnur Steina K. Karls
Birtingarmyndir trans persóna í íslenskum bókmenntum

Á síðustu árum hefur trans persónum í íslenskum bókmenntum fjölgað til muna, bæði í skáldsögum og unglinga- og barnabókum. Fjallað verður um birtingarmyndir þessara persóna og rýnt verður í orðræðuna sem þeim fylgir.

 

Alda Björk Valdimarsdóttir
„Áhorfendum breytt í steina“. Virginia Woolf og árekstur hinseginleika, kvenleika og hinnar sterku konu.

Leikritið Who‘s Afraid of Virginia Woolf eftir bandaríska leikskáldið Edward Albee var fyrst sett á svið 1962 kvikmyndauppfærslan kom út 1966. Í viðtökunum á verkunum koma fram forvitnilegar vangaveltur um ímynd Woolf, hinseginleika, barneignir, kvenfyrirlitningu og hommahatur sem lesa má í ljósi samfélagslega aðstæðna á sjöunda áratugnum.

 

Sólveig Ásta Sigurðardóttir
Um „autotheory“ sem aðferð í skáldskap 

Bandaríski rithöfundurinn Maggie Nelson hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar þar sem hún skeytir saman fræðum og sjálfsævisögulegum textum. Hér verður fjallað um þessa aðferð sem kölluð hefur verið „autotheory“ á ensku. 
 

Bókmenntahátíðin Queer Situations
Queer Situations hátíðin var stofnuð til þess að leita að nýju jafnvægi í bókmenntaumræðu og skapa olnbogarými fyrir bækur skrifaðar af hinsegin höfundum sem ekki skrifa í hefðbundin form. Lögð er rík áhersla á að bjóða erlendum höfundum til landsins, til að brjóta upp og opna umræðu um hinsegin bókmenntir á Íslandi. Hinsegin raddir eru viðkvæmar, brothættar og hafa átt undir högg að sækja undanfarin misseri. Það er mikilvægt að hlúa vel að umgjörð í kringum þær, draga þær fram og hlusta. Á hátíðinni er lögð er áhersla á inngildingu og aðgengi. Markmiðið er að efla þátttöku og framlag hóps innan bókmenntanna, sem á frekar aðgang að hljóðnemanum í öðru samhengi, eða er dreginn fram til hátíðarbrigða.

Hér má skoða vefsíðu hátíðarinnar Queer Situations

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar veita:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir
queersituations@gmail.com
 

Bækur og annað efni