Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir

Leshringurinn Sólkringlan | Ástríðan og Borgirnar ósýnilegu

Fimmtudagur 20. mars 2025

Í mars ræðum við bæði Ástríðuna eftir Jeanette Winterson og Borgirnar ósýnilegu eftir Italo Calvino.

Ástríðan fjallar um kokk Napóleons sem ferðast með honum um Evrópu en kynnist ástmey sinni í innrásinni í Rússland og strýkur með henni til Feneyja. Winterson tekur sér mikið skáldaleyfi og felur ekki að sagan er skáldskapur þó sögusviðið sé sögulegt.

Sjá umfjöllun RÚV um bókina hér.

Italo Calvino er einn af frumherjum slíkra bókmennta sem leika sér með söguna, fantasíur og frásagnarlistina og Winterson var undir áhrifum frá honum. Borgirnar ósýnilegu er eitt þekktasta verk hans og hverfist um samræður Marco Polo og Kúblaí Khan um borgirnar í heimsveldi hins síðarnefnda og þar kemur heimaborg Marco Polos, Feneyjar, auðvitað við sögu.

Hér má lesa ritdóma um þýðinguna í Hemildinni og í Morgunblaðinu. Einnig umfjöllun RÚV hér sem byrjar á 21. mínútu.

Leshringurinn Sólkringlan hittist venjulega þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí.


Dagskráin fyrir vorið 2025 er eftirfarandi:

  • 23. janúar: HKL ástarsaga eftir Pétur Gunnarsson.
  • 20. febrúar: Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
  • 20. mars: Ástríðan eftir Jeanette Winterson og Borgirnar ósýnilegu eftir Italo Calvino
  • 10. apríl: Sendiherrann eftir Braga Ólafsson.
  • 15. maí: Dyrnar eftir Mögdu Szabó.