Anne Siegel, Koma Þjóðverja, þýskar konur, upplestur, Borgarbókasafnið
Anne Siegel fjallar um bók sína Fraue, Fische, Fjorde.

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Koma Þjóðverja | Upplestur

Laugardagur 8. júní 2019

Þýski rithöfundurinn, blaðamaðurinn og sagnakonan Anne Siegel les úr bók sinni, Frauen Fische Fjorde. Þetta er saga kvenna sem af ýmsum ástæðum yfirgáfu Þýskaland eftirstríðsáranna og fluttu til þessarar afskekktu eyju sem sumar hverjar vissu ekki einu sinni hvar var. Anne hitti bæði þýska landnema og afkomendur þeirra þegar hún vann að verkinu og segir sögu þessa fólks á einstaklega lifandi hátt.

Þann 8. júní 1949 lagði strandferðaskipið Esja að höfn í Reykjavík með fjöldann allan af Þjóðverjum innanborðs. Þetta voru 130 konur og 50 karlmenn sem komu hingað á vegum Búnaðarfélagsins til að starfa sem landbúnaðarverkamenn. Alls komu 314 þýskir verkamenn til landsins 1949 og var þetta stærsti hópur útlendinga sem komið hafði til Íslands fram að þeim tíma, fyrir utan hernámslið Breta og Bandaríkjamanna. Margir settust hér að fyrir fullt og allt og fyrir tíu árum voru afkomendur Þjóðverjanna taldir a.m.k. 2000 manns. 

Anne er gestarithöfundur Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur og Goethe stofnunar í Gröndalshúsi nú í vor og skipuleggur Bókmenntaborgin viðburði með henni víða um land í júní í samvinnu við Sendiráð Þýskalands á Íslandi. Fyrsti viðburðurinn verður á Bókakaffinu Sæmundi á Selfossi mánudaginn 30. maí kl 16:30 og ferðinni lýkur svo á viðburði á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi laugardaginn 8. júní kl. 15, sléttum 70 árum eftir að Esjan lagði að bryggju skammt frá. Á þessum viðburðum segir Anne frá tilburð bókarinnar og sögunum sem hún heyrði við gerð hennar. 

Spjallið verður á ensku en Jórunn Sigurðardóttir les kafla úr bókinni Frauen Fische Fjorde í íslenskri þýðingu Magnúsar Diðriks Baldurssonar.

Sendiráð Þýskaland og samstarfsaðilar minnast þess með ýmsum hætti í ár að 70 ár eru liðin frá komu Þjóðverjanna til Íslands og er viðburðaröð með Anne Siegel hluti þeirrar dagskrár. Meðal samstarfsaðila sendiráðsins, auk Bókmenntaborgarinnar, eru Faxaflóahafnir, Borgarsögusafn Reykjavíkur, RÚV, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn, Bíó Paradís og HeyIceland. 

Frekari upplýsingar veitir: Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Bókmenntaborgar, kristin.vidarsdottir@reykjavik.is

Info in English on Facebook.
 

 

Merki

Bækur og annað efni