Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir

Hinsegin dagar | Höfðingi á Lækjartorgi

Þriðjudagur 2. ágúst 2022 - Föstudagur 5. ágúst 2022

Bókabíllinn Höfðingi verður að vanda sýnilegur á Hinsegin dögum. Að þessu sinni verður hann staðsettur á Lækjartorgi, í Hinsegin vikunni; dagana 2. - 5. ágúst. Líkt og síðustu ár mun hinsegin bókakostur Borgarbókasafnsins prýða allar hillur bílsins, í tilefni Hinsegin daga. Höfðingi ekur síðan af stað og tekur þátt í Gleðigöngunni, sem boðberi fegurðar í frelsi, og hvetur öll til að velja sér fleiri sjónarhorn á náttborðið. 

Höfðingi verður opinn milli kl 13-18, dagana 2.-5. ágúst, sem hluti af dagskrá Hinsegin daga á Borgarbókasafninu. 

Við bendum sérstaklega á viðburðinn Bannaðar bækur með Mars Proppé, sem fer fram í Höfðingja, miðvikudaginn 3. ágúst kl 16:30.