Yrsa Sigurðardóttir situr fyrir svörum
Yrsa Sigurðardóttir situr fyrir svörum

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Glæpafár á Íslandi | Yrsa Sigurðardóttir situr fyrir svörum

Laugardagur 14. september 2024

Hefur þú áhuga á glæpaskrifum? 

Borgarbókasafnið efnir til ritsmiðju í glæpasagnaskrifum í tilefni af dagskránni Glæpafár á Íslandi.  Rithöfundur, Yrsa Sigurðardóttir, kíkir í heimsókn í lok smiðjunnar, spjallar um eigin skrif og situr fyrir svörum jafnt nemenda sem annarra áhugasamra gesta.
Sunna Dís Másdóttir, rithöfundur og leiðbeinandi stýrir umræðum. 

Viðburðurinn er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár. 

Vekjum jafnframt athygli á að rithöfundurinn Skúli Sigurðsson situr fyrir svörum laugardaginn 21. september, en hann hlaut Blóðdropann fyrir frumraun sína, Stóra bróður, árið 2022.

Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.


Nánari upplýsingar veita:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Sunna Dís Másdóttir, rithöfundur og leiðbeinandi
sunnadis@gmail.com