Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Fræðsla

Leshringur | Leigjandinn og Smámunir sem þessir

Fimmtudagur 22. janúar 2026

Í janúar ræðum við tvær stuttar skáldsögur, Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur og Smámuni sem þessa eftir Claire Keegan.

Leigjandinn er fyrsta skáldsaga Svövu en hún hafði þegar stimplað sig inn sem helsta móderníska smásagnahöfund landsins þegar hún kom út árið 1969. Sagan fjallar um erlendan leigjanda sem flytur inn á hjón og hefur verið túlkuð sem allegóría um hersetuna. Á Bókmenntavefnum má finna ítarlega umfjöllun um verk Svövu sem og ábendingar um frekari umfjöllun um hana og verk hennar.

Smámunir sem þessir gerist á Írlandi árið 1985 í aðdraganda jólanna þar sem kolakaupmaðurinn Bill Furlong gerir uppgötvun sem neyðir hann til þess að horfast í augu við eigin fortíð og þrúgandi þögnina sem ríkir í bænum. Hér má lesa umfjöllun Lestrarklefans og Víðsjár um bókina.

Leshringurinn Sólkringlan hittist venjulega þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí.

Þema vorsins 2026 er líf íslenskra (og írskra) kvenna á 20. öld. Dagskráin er eftirfarandi:

  • 22. janúar: Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur og Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan
  • 19. febrúar: Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjánsdóttur
  • 19. mars: Bíbí í Berlín, ævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur eftir Guðrúnu Valgerði Stefánsdóttur
  • 16. aprílHansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur
  • 21. maí: Elsku Drauma mín, minningabók Sigríðar Halldórsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur

 

Umsjón og skráning:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Bækur og annað efni