Læsi á stöðu og baráttu kvenna lógó
Bókmenntaganga vegna Kvennaárs

Um þennan viðburð

Tími
15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Fræðsla

Bókmenntaganga | Saga og raddir kvenna

Sunnudagur 19. október 2025

Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025. Kvenréttindafélag Íslands og Borgarbókasafnið leiddu saman hesta sína með bókmenntagöngu sem verður svo aðgengileg til láns á bókasöfnunum.

Galdurinn við þessa göngu er að hún þarf ekki eiginlegan leiðsögumann en í þessu tilfelli munu hönnuðir verkefnisins leiða gönguna. Upplestrar eru í forgrunni og þátttakendur göngunnar eru hvattir til þess að taka þátt í því að lesa upp. Gangan er því bæði samverustund og skapandi upplifun.

Gangan er sveigjanleg bókmenntaganga sem hægt er að framkvæma sem víðast. Hún byggir á því að velja nokkra lykilstaði sem flestir bæir eiga sér (t.d. leikskóla, sundlaug, íþróttavöll, bókasafn, listaverk eða almenningsgarð) og tengja þá við texta kvenna sem kalla fram ákveðin sjónarhorn. Eftir gönguna verður hægt að fá lánuð spjöldin sem mynda gönguna til þess að fara í sína eigin göngu víðsvegar um Ísland.

Gengið verður frá Borgarbókasafninu í Kringlunni sunnudaginn 19. október kl. 15 og mun gangan standa í rúman klukkutíma.

Bækur og annað efni