
Um þennan viðburð
Sýning | ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL!
Sýningin ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL! er sett upp í tilefni af að 50 ár eru liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Á sýningunni eru frummyndir og skissur úr samnefndri bók Lindu Ólafsdóttur sem hafa verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna, en bókin hefur hlotið fjölda viðurkenninga er tilnefnd til þýsku barnabókaverðlaunanna.
Á sýningartímanum verður boðið upp á smiðjur fyrir börn.
Linda Ólafsdóttir er rit- og myndhöfundur, en hún hefur myndlýst fjölda bóka og má þar meðal annars nefna hina sígildu Íslandsbók barnanna, Reykjavík barnanna, Blíðfinn, Draumaþjófinn og bókina um Einar, Önnu og safnið sem var bannað börnum. Linda heldur reglulega námskeið, smiðjur og vinnustofur og gefur út bækur sínar bæði innanlands og utan. Fyrir verk sín hefur Linda hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna.
Læsi á stöðu og baráttu kvenna er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145