Bókasafnsdagurinn 8. september
Bókasafnsdagurinn 8. september

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Föndur
Sýningar

Bókasafnsdagurinn í Kringlunni

Mánudagur 8. september 2025

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Borgarbókasafninu í Kringlunni þann 8. september.
Þemað þetta árið er Lestur er bestur - fyrir sálina
Við verðum með ýmislegt skemmtilegt á boðstólum.
Bókaföndur kl. 14-17:00
Opin sögustund kl. 17:00-17:30
Spurningakeppni kl. 17:30-18:30

Allan daginn verður hægt að fara í ratleik, taka myndir af sér við myndavegg og skoða sýningu á því sem hefur orðið eftir í bókum nýverið.
Við verðum líka með skemmtilega töflu þar sem öll geta bætt við uppáhaldsbókasafnsminningunni sinni. 
Bókaútstillingarnar okkar verða á sínum stað en ein er sérstaklega fyrir meðmæli frá þér! Settu bækur sem þú mælir með á borðið. Nú eða skoðaðu borð með bókum um bækur. 
Við verðum líka með hugmyndabox þar sem hægt er að stinga upp á viðburðum, uppákomum, útstillingum eða öðru. 

Sjáðumst á Bókasafnsdeginum. Lestur er bestur!