Átta sár á samviskunni. Bókakaffi með Karli Ágústi Úlfssyni
Bókakaffi með Karli Ágústi Úlfssyni í Borgarbókasafninu í Árbæ

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Bókmenntir

Bókakaffi | Átta sár á samviskunni. Karl Ágúst Úlfsson

Fimmtudagur 31. október 2019

Bókakaffi með Karli Ágústi Úlfssyni rithöfundi og leikara með meiru.


Í sumar sendi Karl Ágúst frá sér bókina Átta sár á samviskunni sem inniheldur smásögur af fólki héðan og þaðan. Hann ætlar að lesa upp úr bókinni og spjalla um það sem kviknar í framhaldi af lestrinum.

Áður hefur hann skrifað bókin Aþena Ohio sem eru stuttsögur auk þess sem hann hefur þýtt fjölda bóka, skrifað leikrit, samið sjónvarpsefni og kennslubækur og verið virkur í samfélagsumræðunni bæði í eigin persónu og í gegnum verk sín.