Akrýll á striga eftir Jón B K Ransu XGeo
XGeo 2005

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Listaverkaveggurinn | Jón B. K. Ransu

Miðvikudagur 28. febrúar 2024 - Föstudagur 28. júní 2024

Listaverkaveggurinn er aðgengilegur á opnunartíma Miðdals fram á vor. Verkið verður afhjúpað miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 13:00.

Jón B. K. Ransu er myndlistarmaður menntaður í Hollandi á árunum 1990-1995. Þar af var hann í skiptinámi við NCAD (National College of Art and Design) í Dublín í eina önn. Þá tók Ransu þátt í ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York árið 2006 og hlaut þá styrk úr sjóði The Krasner Pollock Foundation.

Listaverkaveggurinn samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Listasafns Reykjavíkur. Einn veggur í anddyri safnsins verður helgaður tímabundnum sýningum á verki eða verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Þannig eykst aðgengi almennings að fjölbreyttri og metnaðarfullri myndlist og tækifæri gefst til að vekja athygli á og fjalla um verkin, myndlistarfólkið og mismunandi stefnur og strauma í listinni. Verkunum er reglulega skipt út og hafa þannig áhrif á umhverfi sitt og kalla frekar á athygli hins reglulega gests.

Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er einnig vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk. Safnið hefur í fórum sínum mörg af þekktustu verkum íslenskra listamanna en í heildarsafneign þess eru rúmlega sautján þúsund verk.
 

Viðburður á facebook.

Frekari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is