Stofan | Furðuverk eða fyrirmyndir?
Event in English - Share with us your thoughts in the online form here below
Hægt er að deila dæmum í rafrænu formi neðst á þessari síðu
Við óskum eftir ykkar hjálp við að finna dæmi úr dægurmenningu þar sem fötlun kemur fyrir með einum eða öðrum hætti, lýsingu á birtingamyndinni og hvernig þú upplifðir það.
Manst þú eftir kvikmynd, sjónvarpsþætti eða vinsælu lagi þar sem fatlaður einstaklingur kemur fyrir? Hvernig birtist sagan þér - leistu þú á karakter sem fyrirmynd eða var verið að segja sögu furðuverks? Segðu okkur frá því: Þitt innlegg
ÖBÍ réttindasamtök safna dæmum frá almenningi á Borgarbókasafninu í Grófinni. Einnig er hægt að senda inn tillögur rafrænt hér að neðan. Miðvikudaginn 22. maí 2024 verður upplestur í Grófinni - öllum er frjáls að lesa upp dæmin sín af birtingamyndum fötlunar í dægurmenningu. Hvað myndir þú vilja endurskrifa eða sjá með öðrum hætti? Eða er eitthvað atriði sem þig langar að sjá aftur og aftur og aftur?
Opnun söfnunar og umræður - 14. maí kl. 17
Opinn mæk - 22. maí kl. 17
Stofan er staðsett á 1. hæð og aðgengi gott fyrir fólk sem notar hjólastóla, einnig er salerni á sömu hæð með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastóla. Beint á móti innganginum eru tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða og einnig eru almenn bílastæði fyrir aftan hús og hjá Listastafni Reykjavíkur, sem er í næsta húsi við okkur.
Rýmið er hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care.
Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is