Hús úr húsi eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur
Hús úr húsi eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Leshringurinn 101 | Hús úr húsi

Þriðjudagur 11. júní 2019

Persónulegir munir, ástin og hversdagsleikinn

Í næsta leshring spjöllum við um Hús úr húsi eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur. 

Um bókina: 

„Allt mitt líf hefur verið fagurt.“ Þessi orð láta undarlega í eyrum Kolfinnu sem er nýflutt heim til mömmu eftir lánlausa sambúð og fær ekkert skárra að gera en að leysa ólétta vinkonu sína af við þrif hjá misjafnlega hreinlátu fólki í Þingholtunum. Það er óneitanlega ísmeygilegt starf að fara hús úr húsi og nostra við persónulega muni náungans. Enda vaknar húshjálpin smám saman til lífsins og dregst inn í stórfurðulega atburðarrás. Þannig kynnist hún óperusöngkonu, fræðimanni og lögmanni, að ógleymdri hinni öldnu Listalín sem lumar á uppskrift að fögru lífi.

Leshringurinn hittist í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl.17:30-18:30. Hugguleg stemning, kaffi og spjall.

Umsjón: Guðrún Baldvinsdóttir, 
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is

Leshringurinn er opinn! Þið getið skráð ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Baldvinsdóttur.

Dagskrá sumarsins: 

11. júní: Hús úr húsi, Kristín Marja Baldursdóttir
9. júlí: Sæmd, Guðmundur Andri Thorsson 
13. ágúst: Flækingurinn, Kristín Ómarsdóttir 

Bækur og annað efni