Guðrún Eva og Friðgeir

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Bókakaffi | Skáldatal Guðrúnar Evu og Friðgeirs

Miðvikudagur 2. október 2019

Guðrún Eva Mínervudóttir og Friðgeir Einarsson lesa úr og spjalla um verk sín. Á skáldatali býður Borgarbókasafnið tveimur rithöfundum og skáldum að koma saman til að ræða ný og eldri verk, framtíðardrauma, hversdagsvenjur rithöfundarins eða hvaðeina sem þeim dettur í hug að spjalla um og deila með gestum sínum.

Friðgeir Einarsson sendi frá sér sína þriðju bók um síðustu jól, smásagnasafnið Ég hef séð svona áður. Um er að ræða 12 smásögur þar sem fjallað er um fólk í allskonar hversdagslegum aðstæðum. Friðgeir hefur áður sent frá sér smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita og skáldsöguna Formaður húsfélagsins.

Ástin Texas er nýjasta skáldverk Guðrúnar Evu Mínervudóttur en bókin hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta árið 2019. Smásögurnar fjalla allar um konur sem eiga það sammerkt að vera í leit að tilgangi, ást og merkingu í lífinu. Guðrún Eva á að baki farsælan feril en hún gaf út sína fyrstu bók 1998. Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut þau árið 2011 fyrir bókina Allt með kossi vekur. 

Bókakaffi í Gerðubergi er hluti svokallaðra Kaffistunda sem boðið er upp á reglulega í menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Þar koma bókunnendur, lestrarhestar, rithöfundar og skáld saman og deila ást sinni á bókmenntum. Fylgist með á viðburðarsíðunni okkar eða á Facebook! 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is | s. 661 6178

Bækur og annað efni