Sæm eftir Guðmund Andra Thorsson
Sæm eftir Guðmund Andra Thorsson

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Leshringurinn 101 | Sæmd

Þriðjudagur 9. júlí 2019

Leshringurinn hittist og ræðir Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson. 

Um bókina: 

"Á köldu vetrarkvöldi árið 1882 situr Benedikt Gröndal skáld í einkennilega húsinu sínu og ákveður að rífa sig upp úr drykkju og draumórum og mæta til kennslustarfa Lærða skólanum daginn eftir. Þar er hins vegar kominn til valda helsti lærdómsmaður landsins, Björn M. Ólsen, sem lítur á það sem sitt lífsverkefni að hefja þjóðina upp úr fáfræði og vesældómi; og það verði ekki gert án hörku og aga. Skólapiltar voru fjöregg landsins og framtíð, og því áríðandi að ala þá upp í réttum anda. Ólíkir menn, ólíkar hugmyndir – og atvik í skólanum verður til þess að þeim lýstur saman."

Leshringurinn hittist í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl.17:30-18:30. Hugguleg stemning, kaffi og spjall.

Umsjón: Guðrún Baldvinsdóttir, 
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is

Leshringurinn er opinn! Þið getið skráð ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Baldvinsdóttur.

Dagskrá sumarsins: 

11. júní: Hús úr húsi, Kristín Marja Baldursdóttir
9. júlí: Sæmd, Guðmundur Andri Thorsson 
13. ágúst: Flækingurinn, Kristín Ómarsdóttir 

Bækur og annað efni