barn og dýr í sveitinni

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Reykjavíkursollurinn og sveitasælan

Mánudagur 25. nóvember 2019

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur hefur árum saman rannsakað þann rammíslenska sið að senda börn til sumardvalar í sveit og hvernig sá siður birtist í íslenskum bókmenntum.

Í erindi sínu á Borgarbókasafninu í Spönginni fjallar hún um hvernig frásagnir af sveitadvöl barna birtast í barnabókum, skáldsögum, ýmiss konar sjálfsævisögulegum skrifum og jafnvel í ljóðum. Dvöl borgarbarna í sveit er oft lýst sem mannbætandi en einnig kemur fram að lífsreynslan hafi reynst mörgum bæði sár og erfið, en Þórunn mun fjalla um fjölmörg dæmi þessa.

Þórunn vinnur við mannfræðirannsóknir, auk þess að hafa starfað við blaðamennsku og bókmenntarýni. Hún hefur skrifað ævisögur merkra kvenna ásamt fleiri bókum sem sjá má hér að neðan. Fyrirlesturinn í Spönginni er unnin úr grein sem hún skrifaði í fræðiritið Send í sveit - Þetta var í þjóðarsálinni sem gefið er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Verið öll velkomin.

Nánari upplýsingar:
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is  

Bækur og annað efni