Rapp og skiptimarkaðir á Húsavík

Bókasafnið á Húsavík var fyrst samstarfsaðila til að opna vettvang samsköpunar hjá sér með viðburðum 11. og 12. mars 2023. Bókasöfn um allt land eru þátttakendur í þessu samstarfs- og þróunarverkefni sem ber heitið Vettvangur samsköpunar almennings - bókasafnið um hvernig nýta megi bókasöfnin sem vettvang almennings til að tengjast og skapa saman. Verkefnið miða að því að opna aðgengi og auka þátttöku jaðarsetra hópa að samfélaginu, eins og til að mynda innflytjenda. 

Allt frá september 2022 hefur bókasafnið á Húsavík verið með reglulega viðburði á laugardögum. Þau hafa staðið fyrir skiptimörkuðum af ýmsu tagi, upplestri fyrir börn, tungumálastundum og fræðslum. Þar er fólk hvatt til að mæta með eigin hugmyndir eða hluti til að deila, einnig er hægt að deila kunnáttu eða einfaldlega til að vera í kringum fólk.

Auglýsir bókasafnið sérstaklega eftir framlagi notenda með veggspjaldi við inngang bókasafnsins. Notkun rýmisins er endurgjaldslaus og hægt er að fá sér kaffi frítt. Viðburðaröðin er tilraun bókasafnsins til að komast að því hvað dregur fólk að, hvers konar viðburðir væru vinsælir meðal bæjarbúa og mynd fá fleiri til að nota rýmið til að njóta samveru og tengjast öðrum.

Þann 11. Mars var Christin Irma Schröder með fyrirlestur um bleyjulaust uppeldi og leiðir til að bregðast við náttúrulegum hreinlætisþörfum barns. Í tilefni af viðburðinum var sett upp í einu horni bókasafnsins tjald fyrir börn að skríða inn í og umhverfið gert hlýlegt með teppum og leikföngum sem viðbót við hið hefðbundna krakkahorn sem er alltaf til staðar. Á viðburðinum voru tveir gestir sem eru innflytjendur frá Þýskalandi og sátu þau með Christin og fræddust um uppeldisaðferðir í notalegu umhverfi á meðan úti snjóaði á þessum kalda laugardagsmorgni.

Reykjavíkurdætur voru með rappsmiðju fyrir börn þann 12. mars á bókasafninu.

Um 20 börn skráðu sig í smiðjuna. Í byrjun kynntu sig allir og svo var farið í sögu og einkenni rapptónlistar. Í kjölfarið sömdu börnin sína eigin rapptexta og nýttu aðferðafræði hugarkorta til að koma hugmyndum á blað.

Í lokin fluttu börnin sín eigin rapplög eða ein Reykjavíkurdætra flutti textana sem börnin höfðu samið á vinnustofunni. Þátttakendur voru afar ánægðir og vildu fá rapparana sem allra fyrst aftur á bókasafnið.

Ljósmyndarinn og fréttamaðurinn Egill Bjarnason sá um sjónræna skrásetningu vinnustofunnar. Í Safnahúsi við inngang bókasafnsins er einnig að finna ljósmyndasýninguna Samfélagið í hnotskurn, sem er afrakstur samstarfs verkalýðsfélagsins Framsýnar og ljósmyndarans. Sýningin hefur var opnuð í desember 2022 og tengist innihaldið beint við verkefnið um vettvang samsköpunar og hvernig megi nýta almenningsrými til að fá frekari þekkingu á samfélaginu sem þú býrð í. Á sýningunni má finna myndir af innflytjendum sem búa á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Við hverja mynd er tilvitnun í viðtöl, sem gerð voru samhliða sýningunni við þau sjáanleg eru á myndunum.

Við þökkum bókasafninu á Húsvík kærlega fyrir að deila með okkur sinni reynslu og verkfærum til að opna bókasöfnin fyrir stærri notendahópi.

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði og Byggðarannsóknasjóði. Höfundarmynda í frétt eru Lara Hoffmann og Egill Bjarnason.

Frekari upplýsingar
Lara Hoffmann
Verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@unak.is