Tungumálaleikir á Þingeyri
Um ellefuleytið að morgni 13. ágúst 2023 hittist hópur fólks í Blábankanum, samfélagsmiðstöð á Þingeyri, til að spila úr litríku safni af tungumálaleikjum.
Blábankinn hefur verið samfélagsmiðstöð fyrir fólk sem er búsett er á Vestfjörðum, bæði fyrir þau sem hafa dvalið þar lengi en einnig fyrir þau sem eru nýflutt á svæðið og tengjast alþjóðlegum verkefnum. Blábankann er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í júní 2017 af þremur aðilum; Vestinvest, Ísafjarðarbæ og Simbahöllinni. Blábankinn var stofnaður til að bregðast við niðurskurði á þjónustu í þorpinu og stuðla að atvinnusköpun, eins lýst er á heimasíðu Blábankans. Viðburðurinn á Þingeyri fór fram í umbreytingarfasa Blábankans: Birta Bjarnadóttir, sem var samstarfsaðili og tengiliður við verkefnið Vettvangur samsköpunar, var bankastjóri Blábankans til ágústloka 2023. Nýr bankastjóri, Gunnar Ólafsson, tók við starfi Birnu 1. September 2023.
Þátttakendur á viðburðinum voru bæði íbúar sem búið hafa lengi á svæðinu ásamt fólki sem var nýlega komið erlendis frá og stundar háskólanám á svæðinu eða dvelur tímabundið á svæðinu til að sinna eigin listsköpun. Stærsti hluti þátttakenda var hópur nemenda frá Háskólasetri Vestfjarða sem stundar nám í íslensku sem annað mál og kom ásamt kennara sínum Ólafi Guðsteini Kristjánssyni.
Borðspilið B.EYJA, sem rithöfundurinn og útgefandinn Helen Cova og leikjahönnuðurinn Fan Sissoko þróuðu í samstarfi við tungumálakennara, var spilað. Öll sem búa yfir grunnkunnáttu í íslensku gátu leikið prufuútgáfu af leiknum sem ætlaður er fólki sem vill æfa sig í íslensku og hafa gaman af. Borðspilið er enn á þróunarstigi, höfundar leiksins hafa áður skipulagt viðburði um allt land til að prófa leikinn með notendum og þessir viðburðir fór oft fram á bókasöfnum.
Þátttakendur léku leikinn með fólki sem var með mismikla íslenskukunnáttu og deildu eigin reynslu af því að læra og beita tungumálinu við ólíkar aðstæður. Leikurinn er hannaður eins og eyjaklasi, hver eyja er leikur út af fyrir sig með eigin reglum. Ein eyja getur snúist um að segja sögur á meðan önnur er líkari ráðgátum. Suma leiki er hægt að leika á mismunandi erfiðleikjastigum. Þegar hópur hafði klárað öll spil á lægri erfiðleikjastigum, þá var ekkert annað í stöðunni er að prófa sig áfram með erfiðari áskoranir. Þannig voru hópar hvattir til að leika sér að tungumálinu og fara út fyrir þægindarammann og reyna á sig þegar tungumálinu var beitt.
Að leik loknum, þá deildu leikendur sínum upplifunum af leiknum og komu áleiðis til höfunda leiksins atriðum sem mætti laga eða gengu ekki upp í leiknum. Það sem flestir nefndu og ræddu var áskorunin í leiknum þegar leikið er við aðrar sem hafa mismikla þekkingu á tungumálinu. Einnig var nefnt að það þarf hugrekki til að prófa sig áfram í að beita tungumálinu. Umræðan fór fram á ensku en kennarinn Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, sem kennir íslensku sem annað mál, lagði til umræðunnar á íslensku. Þar lýsti hann sinni nálgun á kennslu og að mikilvægt væri að nota íslenskuna við íslenskukennslu. Og honum þótti mikilvægt að bæta við útskýringum er varða málfræði inn í leikinn.
Tungumálið og spurningar tengdar því að læra nýtt tungumál eru nátengdar samsköpun samfélags, sérstaklega þegar fólk sem ólíkan bakgrunn búa á sama stað. Borðspilið B.EYJA gaf fólki tækifæri á að tengjast með skemmtilegum hætti. Borðspilið snýst um að læra íslensku og einhver grunnkunnátta er forsenda fyrir því að geta leiki leikinn, en leikurinn gaf líka fólki tækifæri til að tengjast öðrum með mismikla þekkingu á tungumálinu og óháð tungumálinu líka og deila upplifun og ánægju af því að sitja við sama borð og hlæja saman. Við erum spennt að fylgjast með þróun Blábankans sem samfélagsmiðstöðvar og framtíðarútgáfum af borðspilinu B.EYJU.
Frekari upplýsingar
Lara Hoffmann
Verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@hi.is