Útlán, skil og endurnýjun

Lánstími

Lánstími er mismunandi eftir safnefni. Bækur eru að jafnaði lánaðar út í 30 daga, tónlist  og kvikmyndir í 2 vikur. Hægt er að skila safnefni í öllum söfnum Borgarbókasafns og Bókasafni Seltjarnarness og í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Fullorðnir geta haft allt að 40 gögn að láni á sama tíma, börn undir 18 ára aldri geta haft að hámarki 15 gögn að láni á sama tíma.

Skráðu netfangið þitt til að fá áminningu

Áminning um skiladag er send til þeirra sem eru með netfang sitt skráð. Það er á ábyrgð lánþegans að safnefni sé skilað á réttum tíma. Ef skilað er eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Innheimtubréf er sent 30 dögum eftir skiladag. Forráðamenn fá innheimtubréf vegna vanskila barna og unglinga.

Framlenging útlána

Hægt er að endurnýja hvert lán tvisvar sinnum nema einhver annar hafi pantað það sem þú ert með að láni. Hægt er að framlengja lánum á „Mínum síðum“ hér á vefnum, eða með símtali á safnið.

Förum vel með safnefnið

Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni. Borgarbókasafn ber ekki ábyrgð á skemmdum sem myndbönd, mynd- eða geisladiskar í eigu þess geta hugsanlega haft á afspilunartæki utan safnsins.

Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn og öllum opið.

Verið velkomin á safnið!