Bókin heim
Borgarbókasafnið býður upp á þjónustuna Bókin heim, sem er hugsuð fyrir aldraða og aðra sem eiga erfitt með að komast á bókasafnið hvort sem það er vegna heilsu, fötlunar eða félagslegra aðstæðna.
Með Bókinni heim geturðu fengið bækur eða tímarit send heim á átta vikna fresti. Þetta er persónuleg þjónusta þar sem notendur fá aðstoð við að finna gott efni eftir áhugasviði hvers og eins.
Þjónustan er ókeypis fyrir öll sem eru með gilt bókasafnskort. Þau sem eru 67 ára og eldri og öryrkjar fá bókasafnskort án endurgjalds.
Vilt þú eða einhver sem þú þekkir nýta þessa þjónustu?
Þú getur skráð þig hér neðar á síðunni.
Einnig er hægt að hringja í 411 6100 eða senda tölvupóst á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is.
Starfsmaður bókasafnsins hefur samband um leið og umsóknin hefur verið samþykkt.
Vinsamlegast athugið að allt lesefni er lánað út í 8 vikur í senn og allar sendingar fara út á sama tíma. Þess vegna getur liðið nokkur tími frá skráningu þar til fyrsta sendingin berst.