Þarftu að prenta, ljósrita eða skanna?

Á öllum söfnum Borgarbókasafnsins, nema í Klébergi, er í boði að prenta út, ljósrita og skanna gögn gegn vægu gjaldi. Sjá gjaldskrá.

Pappírinn er í stærðum A4 og A3, og mögulegt að prenta bæði í svart/hvítu og lit.

Notendur nálgast gögnin, sem á að prenta, í eigin snjallsíma eða með því að sækja þau í eigin tölvupóst á tölvu safnsins og nota appið Princh til að prenta út. Í appinu er hægt að velja hvort greitt er rafrænt eða í afgreiðslu safnsins. Starfsfólk í afgreiðslu safnanna veitir ykkur aðstoð ef á þarf að halda.

Vinsamlegast athugið að Reykjavíkurborg leyfir ekki að notendur komi með gögn á usb-lyklum þar sem mikil vírushætta skapast við það.

Hafið þú einhverjar spurningar varðandi þjónustuna má senda tölvupóst á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is eða hafa samband á Facebook Messenger.