Sjálfsafgreiðsla á heimasíðunni

Hér á heimasíðu Borgarbókasafnsins er hægt að leita í öllum safnkosti , skrá sig inn til að taka frá bækur og annað efni, framlengja lánum, fylgjast með því hvenær pantanir eru tilbúnar, borga sektir og endurnýja bókasafnskort.

Einnig er hægt að setja safnefni á lista sem þú getur sniðið að þínum þörfum og meira að segja deilt með vinum þínum.

Innskráning

Til að nýta flesta af möguleikum vefsins þarft þú að skrá þig inn. Það er einfalt og fljótlegt.

Þú smellir á „Mínar síður“ og getur skráð þig inn með kennitölu og lykilorði bókasafnskortsins þíns.

Ef þú átt ekki gilt bókasafnskort verður þér boðið að endurnýja kortið.

Þegar þú hefur skráð þig inn getur þú notað alla möguleika vefsins til sjálfsafgreiðslu, tekið frá bækur og annað efni og séð yfirlit yfir útlán þín, frátektir þínar og sektir, auk þess að búa til bókalista. Á „Mínum síðum" getur þú einnig breytt stillingum og meðal annars valið það safn sem þú vilt helst sækja frátektir á, breytt gildistíma frátekta eða PIN númerinu þínu. Ef þú hefur gleymt þér og fengið sekt getur þú einnig greitt hana á vefnum.

Eldri borgarar, 67 ára og eldri, geta skráð eða endurnýjað bókasafnskort endurgjaldslaust. Börn undir 18 ára aldri, öryrkjar og einstaklingar á endurhæfingarlífeyri þurfa ekki að greiða fyrir bókasafnskort en geta sem stendur ekki skráð eða endurnýjað sín kort hér á heimasíðu safnsins.

Bókalistar

Bókalistar eru skemmtilegur valmöguleiki á vefnum. Með þeim getur þú auðveldlega haldið utan um safnefni, til dæmis verk sem þig langar til að lesa, og gert lista fyrir mismunandi tegundir efnis. Þegar þú skráir þig fyrst inn er búið að gera tvo lista fyrir þig: „Bækur sem mig langar að lesa“ og „Bækur sem ég hef lesið“.

Smelltu á hnappinn „Bæta í lista“ á síðu þeirra bókar sem þú vilt halda til haga, og veldu svo listann sem við á, eða búðu til nýjan lista.

Til þess að deila bókalista þarf fyrst að breyta sýnileika listans. Það er gert á „Mínum síðum" undir „Listarnir mínir“.

Velkomin á Borgarbókasafnið!